Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 13:49 Frá samningafundi í Karphúsinu í síðustu viku. vísir/vilhelm Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við fréttastofu að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum en til umræðu var launaliðurinn sem hefur verið helsta bitbein deiluaðila. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Eflingarfólk hafi sammælst um að tjá sig ekki um efni fundarins í dag. Hann vonast þó til þess að geta tjáð sig nánar um viðræðurnar eftir fundinn á morgun. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, rær nú lífróður til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti eftir að það slitnaði upp úr viðræðum WOW og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri WOW um miðjan dag í gær. Flugum WOW air til og frá London var aflýst í morgun og þá hafa fjölmiðlar greint frá því að tvær vélar flugfélagsins hafi verið kyrrsettar erlendis að beiðni eigenda þeirra. Þá er ekki hægt að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og ekki heldur til Kaupmannahafnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við fréttastofu að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum en til umræðu var launaliðurinn sem hefur verið helsta bitbein deiluaðila. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Eflingarfólk hafi sammælst um að tjá sig ekki um efni fundarins í dag. Hann vonast þó til þess að geta tjáð sig nánar um viðræðurnar eftir fundinn á morgun. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, rær nú lífróður til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti eftir að það slitnaði upp úr viðræðum WOW og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri WOW um miðjan dag í gær. Flugum WOW air til og frá London var aflýst í morgun og þá hafa fjölmiðlar greint frá því að tvær vélar flugfélagsins hafi verið kyrrsettar erlendis að beiðni eigenda þeirra. Þá er ekki hægt að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og ekki heldur til Kaupmannahafnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00