Margar tilkynningar um verkfallsbrot Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. mars 2019 07:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00