Margar tilkynningar um verkfallsbrot Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. mars 2019 07:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00