Brennivín úr matarleifum meðal sigurvegara hönnunarverðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 15:00 Björn Steinar Blumenstein vinnur til verðlauna hjá Grapevine. Mynd/Art Bicnick Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira