Aldrei fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri á fimmtán ára ferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 13:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05