Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan hús atvinnulífsins í morgun. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00