Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 16:11 Ingibjörg Saga Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Fréttablaðið/Eyþór Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31