Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Sighvatur Jónsson skrifar 21. mars 2019 12:15 Samninganefnd atvinnurekenda við upphaf fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Visir/Vilhelm Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira