Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 11:02 Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Vísir/getty Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45