Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. Fréttablaðið/Ernir Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira