Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. mars 2019 06:45 Kjararáð var lagt niður í fyrra, en launaákvarðanir ráðsins höfðu sætt harðri gagnrýni. Fréttablaðið/Ernir Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00
Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45