Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Í hátíðarkórnum er valinn maður í hverju rúmi. Einsöngvararnir eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira