„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 19:22 Vilhjálmur Birgisson sést hér fremstur á mynd í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39