Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 14:30 Skjálftahrinan í Öxarfirði hófst síðastliðinn laugardag en síðan þá hafa mælst hátt í 2500 jarðskjálftar á svæðinu. Veðurstofa Íslands Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira