Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. mars 2019 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býst við því að framhaldið muni skýrast um helgina. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira