Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gísli er vinsæll sjónvarpsmaður og skemmtikraftur. „Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp. Bílar Tímamót Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
„Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp.
Bílar Tímamót Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira