Meiri kraftur að komast í kjaraviðræður á opinbera markaðnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Vilhelm „Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
„Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira