Meiri kraftur að komast í kjaraviðræður á opinbera markaðnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Vilhelm „Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
„Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira