Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2019 21:00 Boðið upp í hæstu lyftu landsins. Starfsmenn Blönduvirkjunar nota hana til að komast úr stjórnhúsi ofanjarðar niður í stöðvarhússhvelfinguna 234 metrum neðar. Stöð 2/Einar Árnason. Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45