Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 11:26 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur í Öxarfirði um sex kílómetra utan við Kópasker Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30
Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37