Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:30 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15