Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:03 Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones í Portúgal fyrir nokkrum árum. vísir/getty Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira