Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 15:16 Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Vísir/egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49