Slæmur tímapunktur til að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 17:29 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. „Framlag húsnæðisliðarins til vísitölunnar á næstu misserum verður líklega til lækkunar þannig að þetta er virkilega slæmur tímapunktur.“ Hann segir aftur á móti að vel megi endurskoða aðferðina sem notuð er við að reikna út kostnaðinn við húsnæði í vísitölunni. „Það er litið svo á í íslensku vísitöluútreikningunum að þú sért sífellt að kaupa húsið þitt um hver mánaðamót.“ Tillaga Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, hafi þannig fjallað um að taka tillit til eldra fermetraverðs en ekki aðeins þess nýja. „Og þá er ég viss um að húsnæðisliðurinn muni dempa vísitöluhækkanirnar en ekki ýkja þær eins og stundum hefur gerst.“Enginn vandi að fara í kringum lög um verðtryggingu Hvers vegna að setja lög um eitthvað sem enginn vandi er að fara í kringum? Á þessa leið spyr Þórólfur, um hinn svokallaða „lífskjarasamning“ stjórnvalda. Hann segir í umræðu um verðtrygginguna gæti ákveðins misskilnings og að verðtryggingunni hafi verið kennt um ýmislegt sem aflaga fer á borð við gjaldmiðlamál og verðbólgu. Einn liður í „markvissum skrefum til afnáms verðtryggingar á lánum“, eins og komist er að orði í skýrslu stjórnvalda, er að frá og með ársbyrjun 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Einnig verður frá og með ársbyrjun 2020 lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár með það fyrir augum að koma í veg fyrir verðtryggingu allflestra tegunda neytendalána annarra en húsnæðislána. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að það sé enginn vandi að fara í kringum þessi lög sé vilji fyrir hendi. Hann tekur mið af umfjöllun Gylfa Magnússonar og segir að hver sem er gæti fengið tíu ára verðtryggt lán þrátt fyrir að viðkomandi borgi það upp á níu árum. Með sama hætti væri hægt að fá tíu ára lán en með 20 ára greiðsluprófíl. Ef fólk fengi 40 ára lánið gæti það fengið húsið sem það vildi en með „lífskjarasamningnum“ fengi það einungis kost á að taka 25 ára lán. Þórólfi þykir þátturinn sem lýtur að verðtryggðum lánum í „lífskjarasamningnum“ vera galinn. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. „Framlag húsnæðisliðarins til vísitölunnar á næstu misserum verður líklega til lækkunar þannig að þetta er virkilega slæmur tímapunktur.“ Hann segir aftur á móti að vel megi endurskoða aðferðina sem notuð er við að reikna út kostnaðinn við húsnæði í vísitölunni. „Það er litið svo á í íslensku vísitöluútreikningunum að þú sért sífellt að kaupa húsið þitt um hver mánaðamót.“ Tillaga Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, hafi þannig fjallað um að taka tillit til eldra fermetraverðs en ekki aðeins þess nýja. „Og þá er ég viss um að húsnæðisliðurinn muni dempa vísitöluhækkanirnar en ekki ýkja þær eins og stundum hefur gerst.“Enginn vandi að fara í kringum lög um verðtryggingu Hvers vegna að setja lög um eitthvað sem enginn vandi er að fara í kringum? Á þessa leið spyr Þórólfur, um hinn svokallaða „lífskjarasamning“ stjórnvalda. Hann segir í umræðu um verðtrygginguna gæti ákveðins misskilnings og að verðtryggingunni hafi verið kennt um ýmislegt sem aflaga fer á borð við gjaldmiðlamál og verðbólgu. Einn liður í „markvissum skrefum til afnáms verðtryggingar á lánum“, eins og komist er að orði í skýrslu stjórnvalda, er að frá og með ársbyrjun 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Einnig verður frá og með ársbyrjun 2020 lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár með það fyrir augum að koma í veg fyrir verðtryggingu allflestra tegunda neytendalána annarra en húsnæðislána. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að það sé enginn vandi að fara í kringum þessi lög sé vilji fyrir hendi. Hann tekur mið af umfjöllun Gylfa Magnússonar og segir að hver sem er gæti fengið tíu ára verðtryggt lán þrátt fyrir að viðkomandi borgi það upp á níu árum. Með sama hætti væri hægt að fá tíu ára lán en með 20 ára greiðsluprófíl. Ef fólk fengi 40 ára lánið gæti það fengið húsið sem það vildi en með „lífskjarasamningnum“ fengi það einungis kost á að taka 25 ára lán. Þórólfi þykir þátturinn sem lýtur að verðtryggðum lánum í „lífskjarasamningnum“ vera galinn.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45