Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 14:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48