Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 14:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48