Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:57 Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál. Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál.
Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira