Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnir hér verðtryggingaráætlun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18