Hver og ein flík verður einstök Starri Freyr Jónsson skrifar 4. apríl 2019 09:00 Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir sýndi pelsa á HönnunarMars sem höfðu fengið nýtt líf. Hún útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding, í Danmörku árið 2016. Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira