Hver og ein flík verður einstök Starri Freyr Jónsson skrifar 4. apríl 2019 09:00 Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir sýndi pelsa á HönnunarMars sem höfðu fengið nýtt líf. Hún útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding, í Danmörku árið 2016. Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein