Heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:00 Hymnodia. Eyþór Ingi er lengst til hægri. Öll tónlistin verður flutt án undirleiks í kvöld. Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira