„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2019 01:01 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi eftir miðnætti. „Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld. Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld.
Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira