Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 20:33 Frá kynningu á Lífskjarasamningnum sem var boðuð í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Sigurjón Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag. Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag.
Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira