Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 20:33 Frá kynningu á Lífskjarasamningnum sem var boðuð í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Sigurjón Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag. Kjaramál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag.
Kjaramál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira