Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2019 10:34 Valli með flottann sjóbirting úr Húseyjakvísl í gær. Mynd: Húseyjakvísl FB Af fyrstu fréttum að dæma virðist sem sjóbirtingsveiðin fari afskaplega vel af stað og veiðitölur eru fínar af flestum svæðum sem við höfum frétt af. Í Geirlandsá er veiðin búin að vera frábær og strax á fyrsta degi komu 104 fiskar á land en það er bara sú tala sem fréttir bárust af seinni partinn í gær. Það gæti hafa bæst við það með gærkvöldinu. Þar veiddust margir stórir birtingar, stærsti 95 sm. Á fyrsta veiðideginum í Húseyjakvísl gekk að sama skapi vel þó það hafi ekki verið jafn mikið mok og í Geirlandsá en 20 bortingar komu á land í kvíslinni og þar voru margir rígvænir fiskar innan um þessa hefðbundnu 50-60 sm. Tungufljót opnaði líka með glæsibrag en á miðjum degi í gær voru komnir 30 birtingar á land og þar voru þær stærstu að teygja sig í 80 sm. Það er að sögn mikið af fiski í Tungufljóti og þá sérstaklega í veiðistöðunum neðst í ánni. Litlaá í Kelduhverfi átti líka flotta opnun en ekki hafa fengist staðfestar tölur frá deginum í gær. Það er mikið líf í ánni og mikið af 70 sm fiski og stærri sem hafa verið að veiðast. Það er greinilega mikill uppgangur í sjóbirtingsveiðinni um allt land og það verður því spennandi að fylgjast með veiðitölum næstu daga. Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði
Af fyrstu fréttum að dæma virðist sem sjóbirtingsveiðin fari afskaplega vel af stað og veiðitölur eru fínar af flestum svæðum sem við höfum frétt af. Í Geirlandsá er veiðin búin að vera frábær og strax á fyrsta degi komu 104 fiskar á land en það er bara sú tala sem fréttir bárust af seinni partinn í gær. Það gæti hafa bæst við það með gærkvöldinu. Þar veiddust margir stórir birtingar, stærsti 95 sm. Á fyrsta veiðideginum í Húseyjakvísl gekk að sama skapi vel þó það hafi ekki verið jafn mikið mok og í Geirlandsá en 20 bortingar komu á land í kvíslinni og þar voru margir rígvænir fiskar innan um þessa hefðbundnu 50-60 sm. Tungufljót opnaði líka með glæsibrag en á miðjum degi í gær voru komnir 30 birtingar á land og þar voru þær stærstu að teygja sig í 80 sm. Það er að sögn mikið af fiski í Tungufljóti og þá sérstaklega í veiðistöðunum neðst í ánni. Litlaá í Kelduhverfi átti líka flotta opnun en ekki hafa fengist staðfestar tölur frá deginum í gær. Það er mikið líf í ánni og mikið af 70 sm fiski og stærri sem hafa verið að veiðast. Það er greinilega mikill uppgangur í sjóbirtingsveiðinni um allt land og það verður því spennandi að fylgjast með veiðitölum næstu daga.
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði