Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:05 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“ Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“
Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30