Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. Mynd/Erlendur Gíslason Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira