Forseti ASÍ og formaður Eflingar þrýsta á stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 19:18 Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Sjá meira