Páskasöfnun í þágu ungmenna í fátækrahverfum Kampala Heimsljós kynnir 16. apríl 2019 13:30 Frá Kampala. Þorkell Þorkelsson. Börn og unglingar í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, koma til með að njóta fjármuna sem safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. „Til fátækrahverfanna liggur þungur straumur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra atvinnuleysi og eymdarlíf í og mörg ungmenni leiðast út á glæpabraut og vændi til að lifa af,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. „Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.“ Í nýútkomnu blaði Hjálparstarfs kirkjunnar, sem nefnist Margt smátt, er að finna eftirfarandi lýsingu á aðstæðunum í fátækrahverfum Kamapala: „Ekkert rennandi vatn, engin sorphirða, engar almenningssamgöngur. Salernið er sameiginlegur kamar í hverfinu. Stundum er hægt að stelast í rafmagn og kveikja ljós. Stundum flæðir regnvatnið inn í kofann og þá er eins gott að geta hengt húsbúnað upp á vegg. Nesti í skólann er hnefafylli af hnetum. Oft er enginn skóli vegna peningaleysis. Stundum þarf að selja líkama sinn til að brauðfæða systkinin. Oft er betra að taka þátt í þjófnaði glæpagengja. Ekkert af þessu er val.“ Í menntasmiðjunum YUDEL velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið náði til yfir eitt þúsund barna og ungmenna á aldrinum 13-24 ára á síðustu tveimur árum. „Já, verkefnið hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs og höfum því sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30-80 ára að upphæð 2400 krónur,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið í Kampala. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent
Börn og unglingar í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, koma til með að njóta fjármuna sem safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. „Til fátækrahverfanna liggur þungur straumur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra atvinnuleysi og eymdarlíf í og mörg ungmenni leiðast út á glæpabraut og vændi til að lifa af,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. „Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.“ Í nýútkomnu blaði Hjálparstarfs kirkjunnar, sem nefnist Margt smátt, er að finna eftirfarandi lýsingu á aðstæðunum í fátækrahverfum Kamapala: „Ekkert rennandi vatn, engin sorphirða, engar almenningssamgöngur. Salernið er sameiginlegur kamar í hverfinu. Stundum er hægt að stelast í rafmagn og kveikja ljós. Stundum flæðir regnvatnið inn í kofann og þá er eins gott að geta hengt húsbúnað upp á vegg. Nesti í skólann er hnefafylli af hnetum. Oft er enginn skóli vegna peningaleysis. Stundum þarf að selja líkama sinn til að brauðfæða systkinin. Oft er betra að taka þátt í þjófnaði glæpagengja. Ekkert af þessu er val.“ Í menntasmiðjunum YUDEL velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið náði til yfir eitt þúsund barna og ungmenna á aldrinum 13-24 ára á síðustu tveimur árum. „Já, verkefnið hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs og höfum því sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30-80 ára að upphæð 2400 krónur,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið í Kampala. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent