Eggert Skúlason, Lilja Alfreðsdóttir og Heiðar Guðjónsson.Vísir/vilhelm
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í höfuðstöðvar Sýnar í gær til að vera viðstödd teiti fyrir nýja þáttaröð af Sporðaköstum sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld.
Um er að ræða nýja veiðiþætti þar sem góður félagsskapur og íslensk náttúra er í fyrirrúmi. Eggert Skúlason er umsjónamaður þáttanna en fjölmargir gestir úr veiðibransanum létu sjá sig í útgáfuteitinu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti og fangaði stemninguna á svæðinu eins og sjá má hér að neðan.
Fjölmargir létu sjá sig.vísir/vilhelmVeiðigarpar klárir fyrir sumarið.vísir/vilhelmvísir/vilhelmLilja Alfreðs er sjálf mikill veiðimaður.vísir/vilhelm