Komu mjaldranna frestað þangað til veður leyfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 11:41 Mjaldrarnir þurfa að ferðast langa leið til Íslands. Vísir/Getty Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45
Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23