Neyðarkall að höfundi látnum: „Tónlistin veitir mér innblástur á degi hverjum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2019 21:09 Sænski tónlistarmaðurinn Avicii, eða Tim Bergling eins og hann hét réttu nafni, lést þann 20. apríl í fyrra eftir að hafa um langa hríð glímt við andleg veikindi. Hann fannst látinn á sveitasetrinu sínu í Óman. Vísir/getty Lagið SOS eða „Neyðarkall“ kom út í fyrradag þegar tæpt ár er liðið frá því Avicii lést. Sænski tónlistarmaðurinn Avicii, eða Tim Bergling eins og hann hét réttu nafni, lést þann 20. apríl í fyrra eftir að hafa um langa hríð glímt við andleg veikindi. Hann fannst látinn á sveitasetrinu sínu í Óman. Lagið verður á plötu sem fjölskylda Avicii ætlar að gefa út 6. júní næstkomandi sem mun einfaldlega heita Tim. Á plötunni verður efni sem Avicii hafði verið að vinna að áður en hann lést og ekki náð að gefa út. „Hann skildi eftir safn nánast fullkláraðra laga, minnisblöð með athugasemdum og þá má jafnframt finna skoðanir hans á tónlistinni í tölvupóstsamskiptum og smáskilaboðum,“ segir talsmaður tónlistarmannsins. Aðstandendur hafi þannig haft skýra mynd af því hvernig Avicii vildi að lokaútkoman yrði. Allur ágóðinn af plötunni mun renna til góðgerðasamtaka sem vinna að því marki að efla geðheilsu og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Bandaríski söngvarinn Aloe Blacc, sem sló í gegn með laginu „Wake Me Up“ eftir Avicii syngur lagið SOS en skömmu áður en Avicii lést hafði hann sérstaklega beðið um að Blacc myndi syngja lagið.„Ég þarf á hjálp að halda“ Texti lagsins SOS hefur vakið mikla athygli. Af lagatextanum að dæma virðist hann hafa sprottið úr mikilli sálarangist. „Hjálpaðu mér að róa huga minn“. Í textanum er að finna ákall á hjálp. Lagið fjallar um kvíða, óstýrlátar hugsanir sem ræna svefni og svo ástina sem linar sársaukann. Í heimildarmyndbandi um lagið gefur Blacc frá sér langt andvarp áður en hann segist djúpt snortinn að Avicii hafi sérstaklega viljað að hann myndi syngja lagið. „Mér líður eins og textinn hafi verið langt á undan sínum samtíma það er að segja þegar hann var saminn. Hann semur þessa texta augljóslega um erfiðleikana sem hann átti við að etja. Það er gríðarlega mikilvægt að varpa ljósi á þetta málefni og sérstaklega í gegnum frægð hans og greiðan aðgang hans að eyrum og hjörtum fólks. Hann gefur fólki þessi orð og auðveldar þeim þannig að segja: „Ég þarf á hjálp að halda,“ segir Blacc. Kristoffer Fogelmark og Albin Nedler, meðhöfundar og upptökustjórar lagsins, höfðu áður unnið með Avicii og höfðu þannig góða hugmynd um þá sýn sem Avicii hafði fyrir lagið. Þeir lýstu Avicii sem einstaklega næmri og hlýrri manneskju. Hann hafi ávallt geta lesið í raunverulega líðan þeirra því hafi verið svo næmur og mikill mannþekkjari.„Tónlistin veitir mér innblástur á degi hverjum“ Eftir dauða Aviciis í apríl í fyrra tóku aðdáendur hans sig saman og skrifuðu falleg skilaboð og minningar á heimasíðu hans, Avicii.com. Í tónlistarmyndbandinu við SOS má lesa þessi skilaboð aðdáendanna. Einn aðdáendanna segir að tónlistin veiti honum innblástur á degi hverjum og annar segir að tónlist Aviciis sé hin eina sanna hamingja fyrir sér. Þá lýsir einn aðdáandinn því þegar lagið I Could Be The One hljómaði undir fyrsta kossinum hans og þegar hópur útskriftarnema hljóp út úr skólanum og lagið Levels ómaði hátt. „Þrátt fyrir að þú sért farinn þá skildirðu eftir þig tónlist sem hefur einhvern sérstakan neista sem hvetur okkur til dáða, fyllir okkur spennu og dregur fram það besta í okkur.“ Heimildarmyndin Avicii: True Stories, sem kom jafnframt út að honum látnum, varpar ljósi á erfiðleikana sem Avicii glímdi við og afhjúpaði jafnframt grimmúðlegan tónlistariðnað sem getur reynst viðkvæmum listamönnum háskalegur.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Tónlist Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. 2. maí 2018 07:02 Svona var Avicii minnst á Tomorrowland Tomorrowland er einhver allra stærsta tónlistahátíð heims og er hún haldin í Boom í Belgíu og fór fyrsta hátíðin fram árið 2005. 1. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Lagið SOS eða „Neyðarkall“ kom út í fyrradag þegar tæpt ár er liðið frá því Avicii lést. Sænski tónlistarmaðurinn Avicii, eða Tim Bergling eins og hann hét réttu nafni, lést þann 20. apríl í fyrra eftir að hafa um langa hríð glímt við andleg veikindi. Hann fannst látinn á sveitasetrinu sínu í Óman. Lagið verður á plötu sem fjölskylda Avicii ætlar að gefa út 6. júní næstkomandi sem mun einfaldlega heita Tim. Á plötunni verður efni sem Avicii hafði verið að vinna að áður en hann lést og ekki náð að gefa út. „Hann skildi eftir safn nánast fullkláraðra laga, minnisblöð með athugasemdum og þá má jafnframt finna skoðanir hans á tónlistinni í tölvupóstsamskiptum og smáskilaboðum,“ segir talsmaður tónlistarmannsins. Aðstandendur hafi þannig haft skýra mynd af því hvernig Avicii vildi að lokaútkoman yrði. Allur ágóðinn af plötunni mun renna til góðgerðasamtaka sem vinna að því marki að efla geðheilsu og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Bandaríski söngvarinn Aloe Blacc, sem sló í gegn með laginu „Wake Me Up“ eftir Avicii syngur lagið SOS en skömmu áður en Avicii lést hafði hann sérstaklega beðið um að Blacc myndi syngja lagið.„Ég þarf á hjálp að halda“ Texti lagsins SOS hefur vakið mikla athygli. Af lagatextanum að dæma virðist hann hafa sprottið úr mikilli sálarangist. „Hjálpaðu mér að róa huga minn“. Í textanum er að finna ákall á hjálp. Lagið fjallar um kvíða, óstýrlátar hugsanir sem ræna svefni og svo ástina sem linar sársaukann. Í heimildarmyndbandi um lagið gefur Blacc frá sér langt andvarp áður en hann segist djúpt snortinn að Avicii hafi sérstaklega viljað að hann myndi syngja lagið. „Mér líður eins og textinn hafi verið langt á undan sínum samtíma það er að segja þegar hann var saminn. Hann semur þessa texta augljóslega um erfiðleikana sem hann átti við að etja. Það er gríðarlega mikilvægt að varpa ljósi á þetta málefni og sérstaklega í gegnum frægð hans og greiðan aðgang hans að eyrum og hjörtum fólks. Hann gefur fólki þessi orð og auðveldar þeim þannig að segja: „Ég þarf á hjálp að halda,“ segir Blacc. Kristoffer Fogelmark og Albin Nedler, meðhöfundar og upptökustjórar lagsins, höfðu áður unnið með Avicii og höfðu þannig góða hugmynd um þá sýn sem Avicii hafði fyrir lagið. Þeir lýstu Avicii sem einstaklega næmri og hlýrri manneskju. Hann hafi ávallt geta lesið í raunverulega líðan þeirra því hafi verið svo næmur og mikill mannþekkjari.„Tónlistin veitir mér innblástur á degi hverjum“ Eftir dauða Aviciis í apríl í fyrra tóku aðdáendur hans sig saman og skrifuðu falleg skilaboð og minningar á heimasíðu hans, Avicii.com. Í tónlistarmyndbandinu við SOS má lesa þessi skilaboð aðdáendanna. Einn aðdáendanna segir að tónlistin veiti honum innblástur á degi hverjum og annar segir að tónlist Aviciis sé hin eina sanna hamingja fyrir sér. Þá lýsir einn aðdáandinn því þegar lagið I Could Be The One hljómaði undir fyrsta kossinum hans og þegar hópur útskriftarnema hljóp út úr skólanum og lagið Levels ómaði hátt. „Þrátt fyrir að þú sért farinn þá skildirðu eftir þig tónlist sem hefur einhvern sérstakan neista sem hvetur okkur til dáða, fyllir okkur spennu og dregur fram það besta í okkur.“ Heimildarmyndin Avicii: True Stories, sem kom jafnframt út að honum látnum, varpar ljósi á erfiðleikana sem Avicii glímdi við og afhjúpaði jafnframt grimmúðlegan tónlistariðnað sem getur reynst viðkvæmum listamönnum háskalegur.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Tónlist Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. 2. maí 2018 07:02 Svona var Avicii minnst á Tomorrowland Tomorrowland er einhver allra stærsta tónlistahátíð heims og er hún haldin í Boom í Belgíu og fór fyrsta hátíðin fram árið 2005. 1. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. 2. maí 2018 07:02
Svona var Avicii minnst á Tomorrowland Tomorrowland er einhver allra stærsta tónlistahátíð heims og er hún haldin í Boom í Belgíu og fór fyrsta hátíðin fram árið 2005. 1. ágúst 2018 14:45