Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar. Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar.
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01