Grái herinn grætur sinn besta mann Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 11:47 Fjölmargir syrgja Björgvin Guðmundsson sem á ótvírætt má heita öflugasti baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra nú á seinni árum. Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“ Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“
Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40