Eiginmaður Iðunnar lést um borð í skemmtiferðaskipi fyrir framan drengina tvo Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2019 12:30 Iðunn lýsir atburðarásinni ítarlega í Íslandi í dag. Talið er að um 65 börn missi foreldri á Íslandi ár hvert en rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að hlúa þurfi vel að þessum börnum. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra sögu íslenskrar fjölskyldu sem fóru í það sem átti að verða draumafríið fyrir þremur árum til að fagna fertugs- og brúðkaupsafmæli en ferðin breyttist snögglega í martröð. Iðunn Dögg Gylfadóttir og Ríkharður Örn Steingrímsson eða Rikki eins og hann var alltaf kallaður lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Flórída með sonum þeirra tveimur þeim Sigurjóni Nóa, 9 ára, og Agli Gylfa, 6 ára, í apríl árið 2016. „Rikki hefði átt fertugsafmæli og við áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli og því ákváðum við að fara í þriggja vikna ferð og skelltum okkur í þennan Bahama hring,“ segir Iðunn Dögg. Fjölskyldan var um borði í skemmtiferðaskipinu Norwegian Sky en ferðina höfðu þau unnið í happadrætti ári áður. Tilhlökkun allra var mikil. Rikki var lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var starfs síns vegna í góðu líkamlegu ástandi. Að kvöldi 20. apríl settist fjölskyldan niður til að borða kvöldmat um borð í skipinu og allt virtist vera eins og það ætti að vera. Um kvöldið fór fjölskyldan út að borða. „Við vorum bara hress og kát og hann hafði verið í þolprófi þremur vikum áður og hann náði því allavega. Við fórum á veitingarstað í skipinu og vildum hafa það kósý. Við vorum þarna um níu leytið og förum síðan og fáum okkur ís áður en við förum í koju. Það var ekkert sem benti til þess að þetta væri eitthvað öðruvísi en hvert annað kvöld.“ Hálf tvö um nóttina vaknaði Iðunn upp við hávaða í herberginu og hélt að Rikki væri með martröð. Biðin eftir aðstoðinni löng „Ég stend upp og er að reyna ná sambandi við hann og þá var hann í einhverju flogi, ég kann ekki að útskýra það. Þarna var hann að fara. Ég áttaði mig ekki á því hvað væri að gerast og þegar ég næ ekki sambandi við hann hleyp ég í símann og óska eftir aðstoð. Þá héldu þeir bara að hann væri svona fullur því það var frítt áfengi um borð. Hann hafði fengið sér hálft rauðvínsglas um kvöldið. Ég reyni endurlífgun og vissi ekkert hvað væri í gangi og strákarnir sofandi þarna við hliðiná á okkur og vakna við lætin í mér. Ég reyni síðan að hringja aftur og þá loksins trúa þeir mér og senda fólk af stað.“ Drengirnir tveir voru vakandi í herberginu og biðin eftir aðstoð var löng. Loksins þegar hún barst voru handtökin ekki snör. „Þeir bara koma og panikka bara og bíða bara eftir hjúkkum og læknum og það gerir enginn neitt. Þarna eru nágrannar í öðrum herbergjum farnir að koma fram og ég öskra hvort einhver kunni endurlífgun. Þá var karl þarna á móti okkur sem kunni endurlífgun og fór að hjálpa manninum mínum. Það var svolítið sárt að það kæmi þarna starfsfólk sem gerði ekki neitt.“ Rikki með drengina á góðri stundi í Flórída. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og Ríkharður var úrskurðaður látinn um borð í skipinu. Í stað þess að undirbúa fertugsafmæli var helsta verkefni Iðunnar að koma strákunum frá borði og heim til Íslands. „Við vorum þarna rétt við einkaeyju og það þurfti að koma okkur yfir á hana með bátum. Síðan var brunað með okkur yfir eyjuna á fjórhjólum. Þar fórum við á annan bát og þaðan yfir á aðra eyju. Þar biðum við á lítilli krúttlegri lögreglustöð í smá tíma. Þar fórum við í pínulitla rellu og var flogið með okkur í burtu. Alltaf var Rikki með okkur í líkpoka. Það kom ekkert út úr krufningu heldur en stækkað hjarta.“ Opnaði tilfinningar drengjanna Iðunn segir að það hafi reynst drengjunum hennar tveimur dýrmætt að taka þátt í starfi sjálfboðaliðasamtakanna Arnarins, sem skipuð eru fagfólki víðsvegar að og er ætlað að aðstoða börn sem misst hafa ástvin. Þar fá börn sem deila samskonar reynslu tækifæri til að hittast í eins konar sumarbúðum. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, og Heiðrún Jensdóttir, leiðtogi í kirkjustarfinu í þar í bæ, hafa haft forgöngu um þjónustuna. Á netinu fann Heiðrún upplýsingar um bandarísk samtök og taldi nauðsynlegt að hér heima yrði að setja samskonar samtök á laggirnar. Fjölmargir hafa styrkt samtökin sem hefur gert Erninum mögulegt að halda úti starfseminni en allir sem að samtökunum koma eru þar í sjálfboðavinnu. Iðunn segir að veran í samtökunum hafi opnað á tilfinningar drengjanna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem fá ekki tækifæri til að vinna úr áföllum séu líklegri til að þróa með sér sjúkdóma á fullorðinsárum. Hægt er að styðja við þetta mikilvæga starf með styrkjum á heimasíðunni arnarvaengir.is. Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
Talið er að um 65 börn missi foreldri á Íslandi ár hvert en rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að hlúa þurfi vel að þessum börnum. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra sögu íslenskrar fjölskyldu sem fóru í það sem átti að verða draumafríið fyrir þremur árum til að fagna fertugs- og brúðkaupsafmæli en ferðin breyttist snögglega í martröð. Iðunn Dögg Gylfadóttir og Ríkharður Örn Steingrímsson eða Rikki eins og hann var alltaf kallaður lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Flórída með sonum þeirra tveimur þeim Sigurjóni Nóa, 9 ára, og Agli Gylfa, 6 ára, í apríl árið 2016. „Rikki hefði átt fertugsafmæli og við áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli og því ákváðum við að fara í þriggja vikna ferð og skelltum okkur í þennan Bahama hring,“ segir Iðunn Dögg. Fjölskyldan var um borði í skemmtiferðaskipinu Norwegian Sky en ferðina höfðu þau unnið í happadrætti ári áður. Tilhlökkun allra var mikil. Rikki var lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var starfs síns vegna í góðu líkamlegu ástandi. Að kvöldi 20. apríl settist fjölskyldan niður til að borða kvöldmat um borð í skipinu og allt virtist vera eins og það ætti að vera. Um kvöldið fór fjölskyldan út að borða. „Við vorum bara hress og kát og hann hafði verið í þolprófi þremur vikum áður og hann náði því allavega. Við fórum á veitingarstað í skipinu og vildum hafa það kósý. Við vorum þarna um níu leytið og förum síðan og fáum okkur ís áður en við förum í koju. Það var ekkert sem benti til þess að þetta væri eitthvað öðruvísi en hvert annað kvöld.“ Hálf tvö um nóttina vaknaði Iðunn upp við hávaða í herberginu og hélt að Rikki væri með martröð. Biðin eftir aðstoðinni löng „Ég stend upp og er að reyna ná sambandi við hann og þá var hann í einhverju flogi, ég kann ekki að útskýra það. Þarna var hann að fara. Ég áttaði mig ekki á því hvað væri að gerast og þegar ég næ ekki sambandi við hann hleyp ég í símann og óska eftir aðstoð. Þá héldu þeir bara að hann væri svona fullur því það var frítt áfengi um borð. Hann hafði fengið sér hálft rauðvínsglas um kvöldið. Ég reyni endurlífgun og vissi ekkert hvað væri í gangi og strákarnir sofandi þarna við hliðiná á okkur og vakna við lætin í mér. Ég reyni síðan að hringja aftur og þá loksins trúa þeir mér og senda fólk af stað.“ Drengirnir tveir voru vakandi í herberginu og biðin eftir aðstoð var löng. Loksins þegar hún barst voru handtökin ekki snör. „Þeir bara koma og panikka bara og bíða bara eftir hjúkkum og læknum og það gerir enginn neitt. Þarna eru nágrannar í öðrum herbergjum farnir að koma fram og ég öskra hvort einhver kunni endurlífgun. Þá var karl þarna á móti okkur sem kunni endurlífgun og fór að hjálpa manninum mínum. Það var svolítið sárt að það kæmi þarna starfsfólk sem gerði ekki neitt.“ Rikki með drengina á góðri stundi í Flórída. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og Ríkharður var úrskurðaður látinn um borð í skipinu. Í stað þess að undirbúa fertugsafmæli var helsta verkefni Iðunnar að koma strákunum frá borði og heim til Íslands. „Við vorum þarna rétt við einkaeyju og það þurfti að koma okkur yfir á hana með bátum. Síðan var brunað með okkur yfir eyjuna á fjórhjólum. Þar fórum við á annan bát og þaðan yfir á aðra eyju. Þar biðum við á lítilli krúttlegri lögreglustöð í smá tíma. Þar fórum við í pínulitla rellu og var flogið með okkur í burtu. Alltaf var Rikki með okkur í líkpoka. Það kom ekkert út úr krufningu heldur en stækkað hjarta.“ Opnaði tilfinningar drengjanna Iðunn segir að það hafi reynst drengjunum hennar tveimur dýrmætt að taka þátt í starfi sjálfboðaliðasamtakanna Arnarins, sem skipuð eru fagfólki víðsvegar að og er ætlað að aðstoða börn sem misst hafa ástvin. Þar fá börn sem deila samskonar reynslu tækifæri til að hittast í eins konar sumarbúðum. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, og Heiðrún Jensdóttir, leiðtogi í kirkjustarfinu í þar í bæ, hafa haft forgöngu um þjónustuna. Á netinu fann Heiðrún upplýsingar um bandarísk samtök og taldi nauðsynlegt að hér heima yrði að setja samskonar samtök á laggirnar. Fjölmargir hafa styrkt samtökin sem hefur gert Erninum mögulegt að halda úti starfseminni en allir sem að samtökunum koma eru þar í sjálfboðavinnu. Iðunn segir að veran í samtökunum hafi opnað á tilfinningar drengjanna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem fá ekki tækifæri til að vinna úr áföllum séu líklegri til að þróa með sér sjúkdóma á fullorðinsárum. Hægt er að styðja við þetta mikilvæga starf með styrkjum á heimasíðunni arnarvaengir.is.
Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira