Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“ Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01