„Þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Vilborg horfir bjartsýn fram á veginn. Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira