Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ og talsmaður samflots iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira