Innlent

Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm
Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag.

Fundað verður áfram klukkan tíu í fyrramálið að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara. Hún segir þokkalegan gang í viðræðunum og nú haldi samninganefndir væntanlega áfram vinnu í kvöld, hvor í sínu lagi, áður en fundur hefst að nýju í fyrramálið.

Í samtali við fréttastofu vildi Halldór Benjamín Þorbergsson lítið gefa upp um árangur fundarins í dag. Ekki hefur náðst í Kristján Þórð Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambandsins og talsmann iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×