Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson reyndi að halda fundinum á rólegum nótum. Facebook/Skjáskot Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan. Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan.
Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira