Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:15 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“ Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“
Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira