Í morgun skein sól í gegnum rykmistur sem á upptök sín í Sahara-eyðimörkinni. Sólin sást þó ekki eins vel í Reykjavík og spár gerðu ráð fyrir vegna afríska rykmistursins.
Þetta kemur fram í færslu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Svifryk mælist af þessum sökum meira en venjulega eins og sjá má á vefsíðu Umhverfisstofnunar um loftgæði.
Þrátt fyrir þetta tókst að fella hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík frá árinu 1998 sem var 13,5 °C. Í hádeginu sýndi hitamælir Veðurstofunnar 14,1°C í hádeginu.
„Ekki er ólíklegt að hiti mælist enn hærri næstu klukkustundirnar,“ segir ennfremur í pistlinum.
