Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:30 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 en grunur leikur á að þeir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. visir/sigurjón Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19
2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01