Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira