Mjög persónuleg plata Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2019 16:30 Gyða og Fannar gáfu út plötu á dögunum Tónlistarkonan Gyða Margrét gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við Fannar Frey Magnússon en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni. „Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar 11 laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður,“ segir Gyða Margrét um vinnslu plötunnar. „Fyrst sömdum við fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást.“ Hún segir að þau hafi í framhaldinu gefið út eitt lag á þriggja vikna fresti. „Eftir þetta ákváðum við að klára bara heila plötu fyrst við vorum enn þá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengum með okkur frábært lið af fólki í ferlið. Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndar heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“ Hér má hlusta á plötuna á Andartak á Spotify. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkonan Gyða Margrét gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við Fannar Frey Magnússon en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni. „Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar 11 laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður,“ segir Gyða Margrét um vinnslu plötunnar. „Fyrst sömdum við fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást.“ Hún segir að þau hafi í framhaldinu gefið út eitt lag á þriggja vikna fresti. „Eftir þetta ákváðum við að klára bara heila plötu fyrst við vorum enn þá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengum með okkur frábært lið af fólki í ferlið. Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndar heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“ Hér má hlusta á plötuna á Andartak á Spotify.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira